Til þess að tölvur og tæki skilji íslensku svo vel sé þá þarf mikinn fjölda upptaka af íslensku tali frá allskonar fólki. Þess vegna þurfum við þína aðstoð, með því að smella á „Taka þátt“ þá getur þú lesið upp nokkrar setningar og lagt „þína rödd” af mörkum. Við viljum sérstaklega hvetja fólk sem hefur íslensku sem annað mál að taka þátt. Það er á okkar valdi að alltaf megi finna svar á íslensku.
Samrómur hófst í október 2019 og hingað til hafa um 29 þúsund manns lesið rúmlega 4.231 klukkustundir eða 2.906.723 setningar. Hægt er að lesa meira um verkefnið hér. Lesa meira hér.